Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sundæfingar (Árg 2013-2016)

Hópur fyrir krakka á aldrinum 7-10 ára sem hafa náð ágætum tökum á sundi.
Mælt með að klára flugfiska stig 3- fyrir þátttöku í þessum hópi.

Áherslur og markmið:

-    Leikir sem miða að því að efla liðsheild og gleði á æfingum.

-   Jákvætt hugarfar. Gott viðhorf til æfinga, þjálfara, liðsfélaga/annarra stundmanna og starfsmanna sundlaugar.

-    Bæta tækni í öllum sundgreinum ásamt stungum og snúningum.

-    Æfa og bæta úthald í sundi.

Mót

- Innanfélagsmót.
- Mótaröð ÍA / UMFA.
- 2 stærri mót (ef sundmaður er tilbúin) C mót.
- Akranesleikar.


Æfingar: Tvær sundæfingar á viku, í Bjarnalaug, 45 minútur að lengd.

Þjálfari: Jill Syrstad

Æfingagjöld: Kr. 40.000  

Innifalið í æfingagjöldum:
Mótagjald er greitt fyrir hvern sundmann á sundmótum. Gjaldið er 750 – 1200 kr. fyrir hverja grein sem synt er. Þess vegna er mikilvægt að allir sem skráðir eru til keppni mæti og syndi sínar greinar eða láta vita með góðum fyrirvara að viðkomandi komist ekki á mótið.