Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Suzuki námskeið fyrir krakka 3-5 ára

Undirbúningur fyrir suzukinám þar sem farið er í undirstöðuatriðin í Suzuki kennsluaðferðinni 

Suzukiaðferðin eða móðurmálsaðferðin byggir á því að með réttu umhverfi geta allir lært að spila á hljóðfæri. Við hlustum og hermum í gegnum leik og tónlist. Farið verður í hryn, fínhreyfingar, söng og svo hljóðfærið fiðlu/víólu 

Foreldri fylgir barni sínu í hóptímann og heldur utan um nám þess.  

Hver kennslustund er 40 mínútur 

Kennari: Úlfhildur Þorsteinsdóttir 

Verð: 11.000 kr.  

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar  - Skráning fer fram hérna.