Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Myndlistarnámskeið hjá Ernu Hafnes

Þátttakendur vinna eitt til tvö myndverk. Markmiðið er að þau geti unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar, tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu. Lokaafurð námskeiðs verður myndlistarsýning sem þátttakendur standa fyrir sjálfir í vinnuskúrnum hjá Ernu. Sýningin mun fara fram á írskum dögum 2021. 

  • Vikan: 14.-18. og 29. júní tími: 16:30-19:00
  • Vikan: 21.-24.júní og 30. júní, tími: 16:30-19:00

Myndlistarsýningin sjálf verður 2.- 3. júlí.
Það verður unnið með akrílliti á striga. Ef óskað er eftir öðru efni þá er velkomið að koma með það.

Skráning og námskeiðsverð
Námskeiðið er fyrir ungmenni fædd 2005-2008. 
25.000 kr. fyrir fimm daga námskeið, efniskostnaður innifalinn.
Skráning og frekari upplýsingar í síma 699 7198 og netfangið ernahafnes@gmail.com
Erna er menntaður kennari og hefur reynslu af myndlistarstörfum og sýningarhaldi.
Þátttakendur hafa kost á því að velja tvær vikur og þá er 15% afsláttur. Hægt er að velja tvær vikur í myndlist eða blanda saman leiklist og myndlist.