Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.