Hreyfivika UMFÍ 2020

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópsku lýðheilsuherferðinni Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur Evrópubúa hreyfir sig á hverjum degi.

Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna fyrir fólki alla þá kosti sem felast í því að taka reglulega þátt í virkri hreyfingu og íþróttum hvort heldur er einn eða með öðrum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur á hverjum degi.

Hreyfivika UMFÍ 2020 verður dagana

25. maí 31. maí. Þetta er níunda árið sem UMFÍ stendur fyrir Hreyfivikunni.