Sæskrímslin - Götuleikhús-sýning

Stærsti götuleikhúsviðburður landsins mætir á Akranes 4. júní! 

Um er að ræða flutning á verkinu Sæskrímslin, götuleikhús-sýningu Sirkúshópsins Hringleikur. Þetta er eitthvað sem ekkert okkar ætti að láta framhjá sér fara - Sýningin verður á Akraneshöfn - Nánari upplýsingar berast þegar nær dregur.

Þess má geta að ungmennum Akraneskaupstaðar (15-18 ára) gefst færi á að taka þátt í sýningunni - Umsóknafrestur til 14. apríl og aðeins 10 sæti laus! 

Lesa nánar um þátttöku hér.