Skemmtilegar Skagamyndir

Ljósmyndasafn Akraness býður ykkur á ljósmyndasýning í glugga Bókasafns Akraness.

Settar verða upp tvær skemmtilegar myndir af Skaganum í viku hverri.
Þær fyrstu fóru upp í dag 24. apríl og munu hanga í glugganum í viku, þá koma nýjar myndir upp.
Í vinstra horni hvers ramma er „QR code“ sem hægt er að skanna með símanum sínum og fara þannig inn á viðkomandi mynd á vef Ljósmyndasafns Akraness, þar er hægt að skoða upplýsingar um myndina.

Nú á tímum „veirunnar“ hafa Skagamenn verið duglegir að fara út að ganga og vonumst við til þess að þið munið hafa gaman af að gera gönguhlé við gluggann okkar og njóta.