Opin svæði og gönguleiðir

Akratorg

Akratorg hefur frá upphafi verið miðpunktur mannlífs og menningarviðburða á Akranesi. Á árinu 2013 var ákveðið að ráðast í breytingar á torginu og var það á 17. júní 2014 sem Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri opnaði Akratorgið formlega og Einar Benediktsson formaður framkvæmdaráðs setti nýjan gosbrunn af stað. Það voru landslagsarkitektar hjá Landmótun sem áttu heiðurinn að hönnun hins nýja Akratorgs. Aðalverktaki var Snjólfur Eiríksson garðyrkjumeistari á Akranesi en það var Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitekt sem hannaði gosbrunninn í samvinnu við Ingólf Hafsteinsson.