Opin svæði og gönguleiðir

Elínarhöfði

Þjóðsagan segir að nafnið Elínarhöfði komi frá Elínu, systur Sæmundar fróða. Elín áttu eina systur að nafni Halla en hún bjó í Straumfirði á Snæfellsnesi. Elín flutti frá Odda á Suðurlandi árið 1104 þegar mikið eldgos varð í Heklu og settist að á Elínarhöfða. Þegar Elín vildi ná tali af systur sinni settist hún í sæti sitt við höfðann og veifaði klút sínum og Halla sat þá á Höllubjargi við Straumfjörð. Sagan segir að þær systur hafi rætt saman á þennan hátt, án allrar nútímatækni. Skemmtileg þjóðsaga glæðir Elínarhöfða skemmtilegum töfrum og gönguferð um Kalmansvík er ógleymanleg. Við Elínarhöfða er að finna listaverkið Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson. Listaverkið var sett upp á þessum stað af Akraneskaupstað árið 2000.