Barnamenningarhátíð

Höfðavík

Víkin dregur nafn sitt frá torfbæ sem stóð þar frá 1889. Víkin var mikilvægur lendingarstaður báta áður fyrr enda góð grynning og lítið um stórt grjót. Höfðavíkin er ein af fáum fjörum á Akranesi sem ekki er varin með stóru sjóvarnargrjóti heldur eru bakkarnir náttúrlegir og fjaran er hrein sandfjara þar sem æðarfuglar, straumendur og hávellur sækja í var. Fuglalíf er gífurlega fjölbreytt á þessu svæði, hvort sem það er á landi eða sjó. Afrennslislækur rennur í gegnum fjöruna miðja sem fuglar sækja í til að drekka. Sjórinn við fjöruna getur verið ansi straumþungur en ekki er óalgengt að sjá forvitna seli dúkka upp hausnum og virða fyrir sér landlífið. Sjórinn út af Höfðavíkinni er kristaltær og stutt niður á botn þar sem oft er hvítur skeljasandur. Það getur því verið stórbrotið að kafa á þessu svæði og virða fyrir sér lífið á sjávarbotni í sínu náttúrulega umhverfi.

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og því tilvalið að taka með sér sjónauka og rannsaka hinar ýmsu tegundir fugla.
  • Stundum sjást selir í fjörunni, hver veit nema þið rekist á einn slíkann.
  • Það getur verið skemmtilegt að týna skeljar og steina í fjörunni.
  • Þó sjórinn sé kaltur getur verið skemmtilegt að dýfa tánum í tærann sjóinn og bussla í góðviðri.
  • Í nágrenni við Höfðavík má skoða Elínarhöfða og Elínarsæti.

Barnamenningarhátíð 2024

Verkefni ungmenna á aldrinum 13-18 ára á Akranesi í samvinnu við Þorpið - Væntanlegt.

Fjörutegundir: Setfjörur – Líflitlar sandfjörur.

Fuglar: Æðarfugl, Tjaldur, Stelkur, Sendlingur, Kría.

Kuðungar: Klettadoppa, Þangdroppa, Beitukóngur, Nákuðungur.

Þang: Klóþang, Bóluþang, Beltisþari, Hrossaþari.

Skelfiskur: Skollakroppur (Ígulker), Bogkrabbi

Staðsetning

Staðsetning á Google maps