Barnamenningarhátíð

Innstavogsnes og Blautós

Innstavogsnes samanstendur af fjölbreyttum fjörutýpum eins og sandfjörum, klöppum og grjóti, leirum og möl. Svæðið er friðland fugla og safnast þar saman gríðarlega fjölbreyttar tegundir, enda mikið æti fyrir flestar þeirra hvort sem það er sjávarmegin eða í leirum Blautóss. Farfuglar eins og margæsir og helsingjar koma þar oft við í stórum hópum að vori og hausti. Gráhegrar sjást þar stundum og svæðið er mjög vinsæll varpstaður þar sem flestar algengar tegundir verpa og mikið æðarvarp er á svæðinu. Friðlandið er hentugt búsvæði fyrir villtar plöntur og dýr og viðheldur því líffræðilegum og erfðafræðilegum fjölbreytileika. Umhverfið býr yfir fallegu landslagi og athyglisverðum jarðmyndunum frá tímum síðustu ísskeiða. Mikið er um sel á svæðinu og sjórinn tær og grunnur. 

Skemmtileg afþreying á svæðinu:

  • Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og því tilvalið að taka með sér sjónauka og rannsaka hinar ýmsu tegundir fugla.
  • Þetta er æðislegt göngusvæði og tilvalið að taka sér góðan göngutúr frá Höfðavíkinni.
  • Það þarf að fara afar gætilega á varptíma, ekki viljum við trufla fuglana.
Opnunartímar

Fjörutegundir: Grýttar fjörur, Þangfjörur, Klóþangsklungur, Leirur, Fjörumó.

Fuglar: Æðarfugl, Margæsir, Helsingjar, Tjaldur, Hrafn, Svanir, Toppendur, Straumendur, Lóuþræll, Tjaldur, Stelkur, Sendlingar.

Kuðungar: Klettadoppa, Þangdroppa, Beitukóngur, Nákuðungur.

Þang: Klóþang, Bóluþang, Beltisþari.

Skelfiskur: Hjartaskel, Sandskel, Kræklingur, Aða, Olnbogaskel.

Staðsetning

Staðsetning á Google maps