Barnamenningarhátíð

Lambhúsasund

Lambhúsasund er í raun upp af nokkrum víkum, flösum (sem eru klettabelti sem teygja sig út í Faxaflóann) og lóni. Sundið heitir í höfuðið á Lambhúsum sem í upphafi voru fjárhús frá frá fyrstu jörð Skagans. Brimið á þessu svæði verður oft stórbrotið og mikilfenglegt þar sem þetta svæði stendur úti fyrir opnu Atlandshafi. Mikið er því um öldurót í fjörum í Lambhúsasundi og oft skolast mikið magn af þangi upp í klappirnar. Í rotnandi þanginu lifa þangflugur og lirfur þeirra góðu lífi og laða að sér marga spörfugla eins og skógarþresti og starra. Æðarfuglinn er áberandi á þessu svæði sem og mávar og einhverjir vaðfuglar en æti á þessu svæði má helst finna á miklu dýpi og þurfa fuglar því að geta kafað ansi langt. Líkt og á öðrum stöðum á Akranesi er lítið eftir af upprunalegri fjöru svæðisins vegna sjóvarnargarða sem gerir það að verkum að fuglar verpa í miklu minna magni á þessum svæðum. 

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Þegar það er mikil fjara þá er skemmtilegt að teikna fallegar myndir í sandinn.
  • Prófaðu að teikna andlit og setja þara fyrir hár!
  • Í þessari fjöru er hægt að byggja sandkastala.
  • Við hliðina á má sjá hugrakka stökkvara í Hopplandi leika listir sínar.
Opnunartímar

Fjörutegundir: Grýttarfjörur – Líflitlar sandfjörur – Þangklungur – Klóþangsfjörur

Fuglar: Æðarfugl, Starrar, Mávar, Skarfar, Tjaldar, Hrafnar

Kuðungar: Klettadoppa, Nákuðungur

Þang: Klóþang, Bóluþang, Hrossaþari

Skelfiskur: Skollakoppur, Grjótkrabbi, Trjónukrabbi, Kræklingur, Aða, Hrúðukarlar.