Barnamenningarhátíð

Miðvogur

Í Miðvoginn rennur Miðvogslækurinn sem er blandaður lækur úr mýrarvatni og affalli frá hitaveitutönkum bæjarins. Vegna heitavatns affallsins frís lækurinn ekki á veturna. Sjórinn kemst í gegnum mjótt sund milli klappa þar sem Miðvogslækurinn rennur út í sjó. Við þessi undarlegu skilyrði hefur myndast nánast hringlaga vog þar sem fersk- og seltuþolið lífríki vex og dafnar saman. Fínn sandur, moldarleifar og leir einkenna fjöruna og í leirnum má finna töluvert magn af leiruskera, hjartaskel og sandskel ásamt sandmaðk. 

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og því tilvalið að taka með sér sjónauka og rannsaka hinar ýmsu tegundir fugla.
  • Umhverfið er einstaklega fallegt og því tilvalið að taka sér göngu á þessu svæði.
  • Sandmaðkar eru áhugaverð sjón að sjá - Eins og litlir sandhaugar, þeir geta birst í hundraða tali, hvað sérðu marga?

Fjörutegundir: Setfjörur – Leirur

Fuglar: Æðarfugl, Tjaldur, Stelkur, Sendlingur, Kría

Þang: Klóþang, Bóluþang,

Kuðungar: Nákuðungur, Þangdoppa, Klettadoppa

Skelfiskur: Sandskel, Hjartaskel, Skollakoppur (ígulker), Bogkrabbar

Staðsetning

Staðsetning á Google maps