Opin svæði og gönguleiðir

Langisandur og Sólmundarhöfði

Langisandur er um eins kílómetra löng strandlengja og hefur í gegnum tíðina gegnt miklu hlutverki í daglegu lífi bæjarbúa sem fjölbreytt útivistarsvæði. Göngu- og hjólastígur liggur meðfram Langasandi og er góð tenging milli bæjarhluta.  Á Sólmundarhöfða er óheft útsýni yfir Faxaflóa og þar má finna sögulegar minjar. Langisandur og Sólmundarhöfði eru í hverfisvernd vegna sérstöðu sinnar, landslags, náttúrufars og auðugs fuglalífs og hafa mikið útivistargildi. Aðgengi að Langasandi er á fjórum stöðum. Útisturta er á Langasandi og er hún opin yfir sumartímann. Salernisaðstaða er á tveimur stöðum, ofan við útisturtuna og í Akraneshöll.