Opin svæði og gönguleiðir

Skógræktarsvæði á Akranesi

Skógræktarfélag Akraness eru með tvö svæði í sinni umsjón, Slaga sem er í suðvesturhlíð Akrafjalls, og svæði sunnanmegin við þjóðveg 509 í Garðaflóa. Hlutverk félagsins er að vinna að trjárækt, landbótum og gróðurvernd og stuðla að greiðu aðgengi að skógræktarsvæðum Akraness til heilsueflingar og útivistar. Félagið sér um alla umhirðu og trjárækt á svæðunum í samráði við Akraneskaupstað. Skógræktarfélagið hefur ætíð átt gott og náið samstarf við garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar sem allir hafa sýnt Skógræktarfélaginu mikinn áhuga og lagt því til gott starf. Í dag eru tæplega 80 manns skráðir í Skógræktarfélagið.