Badmintonfélag Akraness

Badmintonfélag Akraness var stofnað 11. nóvember 1976. Félagið stendur fyrir æfingum fyrir alla aldurshópa. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu 130 á Akranesi. En á meðan framkvæmdum stendur eru þær færðar á Jaðarsbakka tímabundið.

Badmintonfélag Akraness býður upp á æfingar  fyrir 1. flokk, 2. flokk og 3. flokk. Auk þess býður félagið upp á Trimm hóp. 

Á sunnudögum er opið hús milli 12 og 14 og á þeim tíma eru öll velkomin að koma og spreyta sig!