Sumarnámskeið Fimleikafélags ÍA 2024

Það verður nóg í boði hjá Fimleikafélagi ÍA í júní fyrir börn á öllum aldri🤸🏼‍♂️😊

 

☀️ Sumar Fimleikjanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015 og 2016-2017

– Skemmtilegt leikjánámskeið fyrir alla krakka sem vilja prófa fimleika og parkour í bland við leiki og útiveru.

– Tilvalið að taka hálfan dag hjá Þorpinu á móti námskeiðinu

☀️ Sumar Parkour fyrir börn fædd 2011-2013

☀️ Sumar Fimleikar fyrir börn fædd 2011-2013

☀️ Sumar Trampolín námskeið fyrir börn fædd 2011-2014

☀️ Sumar Fimleikar fyrir leikskólabörn fædd 2018-2019

 

Skráning er hafin á Abler: https://www.abler.io/shop/ia/fimia

Varðandi uppfærslu á starfsemi félagsins (uppfærð mynd í viðhengi)

 

Fimleikafélag ÍA, FIMÍA er eitt af stærri íþróttafélögum innan ÍA.

Framvinda og skipulag Fimleikafélags ÍA

Unnið hefur verið að nýju skipulagi innan fimleikafélags ÍA með því markmiði að auka fjölbreytni og koma til móts við stærri hóp iðkenda með því að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í þjálfun. Auk þess hefur félagið unnið að nýjum fimleikastiga þar sem allir iðkendur fara í gegnum sama grunn sama hvaða leiðir iðkanndinn velur í þjálfun sinni til þess að auka færni og öryggi í fimleikasalnum.

 

Grunnhópar

Eru fyrir iðkendur 4-8 ára. Kenndur er hreyfigrunnur þar sem áhersla er á hreyfifærni, samhæfingu, jafnvægi og fyrstu skref tekin í loftvitund á áhöldum (trampólín og dýnustökk). Grunnhópana þjálfa reyndir fimleika- og parkour þjálfarar. Að loknum grunnhópum hafa börn öðlast færni sem nýtist þeim hvort sem valið er að fara í fimleika eða parkour í framhaldinu.

Að loknum grunnhópum velja börn að fara ýmist í hópfimleika þar sem stefnt er að keppni, áhugafimleika þar sem skipulögð hreyfing og góður félagsskapur er í fyrirrúmi eða parkour þar sem iðkandi lærir að ferðast hratt á milli staða með fimleikaæfingum, stökkum og klifri.

 

Hópfimleikar

Eru fyrir iðkendur 9 ára og eldri (stúlkur byrja í 3 bekk en drengir í 4 bekk sbr skipulag FSÍ). Iðkendur sem velja þessa leið stefna á keppni frá áramótum í 3 bekk. Unnið er eftir fimleikastiga þar sem erfiðleiki fer stigvaxandi eftir getu og aldri. Hópfimleikar eru hópíþrótt þar sem keppt er í 6-15 manna liðum á 2-6 mótum yfir árið. Keppt er í dýnustökkum, trampólínstökki og gólfæfingum.

 

Áhugafimleikar

Eru fyrir iðkendur 9 ára og eldri (í boði eftir áramót í 3 bekk). Iðkendur sem vilja æfa án keppni en hafa möguleika á að taka þátt í sýningum og öðrum viðburðum. Unnið er eftir fimleikastiga þar sem erfiðleiki fer stigvaxandi eftir getu og aldri. Lögð er áherslu á góðan félagsskap og létt andrúmsloft. Áhugafimleikar eru frábær leið fyrir þá sem vilja æfa af minni ákefð eða með öðrum íþróttum.

 

Parkour

Er fyrir iðkendur 9 ára og eldri (4 bekkur+). Iðkendur sem velja þessa leið læra að ferðast hratt á milli staða í gegnum þrautabrautir og nýta hindranir á vegi sínum til þess að gera fimleikaæfingar, stökk og rúllur í bland við trampólín- og dýnustökk. Parkour er frjálsleg og skemmtileg íþrótt sem hentar öllum.

 

Félagið hefur einnig unnið að því síðast liðin ár að stækka iðkenda hóp sinn og stefnir að því að vera fimleikafélag fyrir alla. Boðið er upp á ýmis námskeið fyrir breiðan aldurshóp. Sem dæmi má nefna ungbarnafimleika fyrir börn 6-15 mánaða, íþróttaskóla fyrir börn 1-4 ára, fjölskyldu fimleika fyrir foreldra og börn á sunnudögum, fimleikaþrek fyrir íþróttakrakka sem er frábært fyrir börn sem iðka aðrar íþróttir en fimleika, fullorðinsfimleika fyrir þá sem langar að prufa sig áfram í fimleikum á fullorðins aldri, bandvefslosun fyrir 60 ára og eldri og fimleika fyrir börn með fatlanir. Námskeiðin okkar eru auglýst sérstaklega í upphafi annar á heimasíðu félagsins.

Öll skráning hjá félaginu fer fram í gegnum sportabler (www.sportabler.com/shop/ia/fimia).

 

Fimleikafélag ÍA – fyrir alla!