Frístundir og sumarnámskeið

Sumarnámskeið Klifurfélags ÍA og Smiðjuloftsins

Klifurfélag ÍA og Smiðjuloftið bjóða upp á spennandi sumarnámskeið fyrir krakka fædda 2012-2008. Þetta námskeið hentar öllum sem langar að vera virk, fara út fyrir þægindarammann og eru til í að skemmta sér. Við ætlum að nota góðan tíma í að kynnast klifuríþróttinni og klifra bæði inni og úti, hátt og ekki eins hátt. Einnig fá allir að prófa t.d. að ganga á línu (slackline), mini-zip-line, að síga í öryggislínu og kennslu í sirkús-listum. Þá verður tími og rými fyrir leiki, leiklist, tónlist, söng og frjálsan leik á Smiðjuloftinu.

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir í að vera úti og taka virkan þátt í öllu sem gert er á námskeiðinu. Jákvæðni og gleði eru okkar einkunnar orð.
Allir fá hádegismat/nesti á hverjum degi (innifalið í verði).

Á námskeiðinu verður farið í tón- og leiklistartengda leiki og æfingar, búnar verða til persónur og stuttir leikþættir. Sungið og unnið með með takt og tóna. Áhersla verður lögð á að þjálfa samvinnu og traust og fyrst og fremst njóta sín og hafa gaman.

Námskeið 5 dagar:    10. -16. júní.

Námskeiðið hefst kl. 10.00 og er til 15.00 alla daganna, kennsla fer fram á Smiðjuloftinu, Smiðjuvöllum 17.

Verð: kr. 15.900 (Hádegismatur/nesti innifalið).

Frjáls leikur: 10. -16. júní.

Boðið er upp á frjálsan leik á Smiðjuloftinu á milli 9:00-10:00 og 15:00-16:00. 

Verð: kr. 4.000 ( Ávaxtastund 2x á dag innifalin). 

Skráning: ia.felog.is

Nánari upplýsingar og skráning á smidjuloftid@smidjuloftid.is, á facebook eða í síma:623-9293.