Erna Hafnes, myndlistakona (2014)

Akraneskaupstaður óskar ár hvert eftir tillögum frá bæjarbúum um hver ætti að fá titilinn bæjarlistamaður Akraness. Menningar- og safnanefnd fer  í kjölfarið vandlega yfir tilnefningarnar og leggur fram tillögu til bæjarstjórnar um hvaða einstaklingur eða hópur hljóti titilinn bæjarlistamaður Akraness það árið. Það er bæjarstjóri sem afhendir bæjarlistamanni viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á 17. júní ár hvert.

Árið 2014 var myndlistakonan Erna Hafnes Bæjarlistamaður Akraness.

Erna Hafnes er myndlistarmaður sem vinnur verk úr vatns- og olíulitum. Hún býður fólk velkomið í vinnuskúrinn sinn á Vesturgötunni þar sem ríkir þægilegur og heimilislegur blær. Hópar eru velkomnir og jafnvel hægt að útvega léttar veitingar, drykki og snarl ef óskað er.

Verkin sem til sýnis eru í skúrnum eru flest til sölu en Erna tekur einnig við pöntunum ef um er að ræða séróskir.

Erna hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar á verkum sínum frá árinu 2003.

Eftirtaldin hafa fengið titilinn bæjarlistamaður Akraness