Hátíðir og söfn

Bókasafn Akraness

Bókasafn Akraness var stofnað 6. nóvember 1864, upphaflega sem lestrarfélag. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í verslunarmiðstöð að Dalbraut 1 og deilir húsnæði með Héraðsskjalasafni Akraness og þ.m.t. Ljósmyndasafni Akraness. Á safninu má nálgast fjölmargar bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í safninu er þráðlaust net fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á vefnum. Á safninu er hægt að fá aðgang að netkaffitölvu og prentara. Auk þess er hægt að lesa dagblöðin, héraðsblöðin á Vesturlandi og nýjustu eintök keyptra tímarita, flest íslensk. Barnadeild safnsins er notalegur og vinsæll staður fyrir barnafjölskyldur að heimsækja. Bókasafnið hefur eignast tvö merk einkasöfn, Haraldssafn og Björnssafn en þar er að finna mörg fágæt rit. Í safninu er námsverið Svöfusalur og er hægt að fá aðgangskort að salnum til notkunar utan hefðbundins afgeiðslutíma.

Á safninu má gjarnan sjá fjölbreyttar sýningar m.a. frá listamönnum af svæðinu, frá skólum bæjarins og ýmislegt annað. Þeir sem hafa áhuga á að sýna í húsnæði safnsins eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn safnsins. Einnig er safnið opið fyrir ýmsa aðra viðburði svo sem rithöfundakvöld, tónleika og fleira.