Hátíðir og söfn

Leitin að jólasveininum

Hugmyndin með Jólagleði í Garðalundi er að fara út eftir kvöldmat, sem getur verið mjög spennandi í hugum litla fólksins. Hollvinasamtök Grundaskóla tendra ljósin hans Gutta og í skógræktinni ræður ævintýraheimur jólanna ríkjum. Foreldrar eru hvattir til að undirbúa börnin vel og kannski búa til smá spennu hjá þeim. Þessi allra minnstu gætu kannski lagt sig eftir leikskóla til að vera hress og kát um kvöldið, en það má engin missa af þessu.
Jólagleði í Garðalundi var fyrst haldin fyrir jólin 2016 og hefur verið afar vel sótt. Hugmyndin er að allir mæti með vasaljós og skilji helst símana eftir heima. Þó að síminn geti verið hentugt vasaljós getur hann líka truflað. Fólk er því hvatt til að njóta stundarinnar til hins ítrasta með börnunum.