Bjartsýni eftir Guttorm Jónsson

Verkið sem nú stendur við Bókasafn Akraness en stóð áður við hús Fjöliðjunnar við Dalbraut kallast „Bjartsýni“ og er eftir  Guttorm Jónsson.

Um verkið sagði Gutti: „það má vera að verkið virðist við fyrstu sýn stada tæpt og að ekki megi á milli sjá hvort það haldist uppi eða falli. Reyndin hefur þó sýnt að verkið stenst og þannig tengist það vissulega þeirri góðu vinnu sem fram fer hér innan dyra.

Verkið var sett upp er Fjöliðjan var tekin í notkun árið 1989 en hefur nú verið fært tímabundið fyrir utan Bókasafn Akraness vegna framkvæmda og uppbyggingar á Dalbraut 10.

Guttormur er sonur Grétu og Jóns Björnssonar en Gréta skreytti m.a. Akraneskirkju að innan á sínum tíma og þau hjónin saman Innra-Hólmskirkju og mörg fleiri guðshús á landinu. Einnig skreyttu þau Bíóhöllina á Akranesi þegar hún var byggð árið 1942. Guttormur var húsasmiður að mennt og sótti námskeið hjá módel- og höggmyndadeild Myndlistaskólans í Reykjavík á árunum 1979-1983 en var annars að mestu sjálfmenntaður í list sinni. Hagleikur hans hefur einnig notið sín í starfi en hann var safnvörður við Byggðasafnið í Görðum um árabil . Guttormur hefur tekið þátt í og haldið margar sam- og einkasýningar, bæði á Akranesi, í Reykjavík og víðar. –hann var bæjarlistamaður Akraness árin 1994 og 1995.

Verkið er í eigu Fjöliðjunnar og var sett upp árið 1989.

Staðsetning

Bókasafn Akraness - Dalbraut 1, 300 Akranesi.