Írski steinninn

Við Byggðasafnið í Görðum, á túninu vestan við grafreitinn er „Írski steinninn“ svokallaði, en það var írska þjóðin sem færði Íslendingum þennan minnisvarða á þjóðhátíðarárinu 1974, þegar um 1100 ár voru liðin frá landnámi. Það þótti við hæfi að steinninn yrði reistur á Akranesi þar sem sagan segir að svæðið hér hafi verið numið um 880 af írskum bræðrum af norrænum ættum, Þormóði og Katli Bresasonum.

Séra Jón M. Guðjónsson var sem löngum fyrr prímus motor í að koma þessu verki öllu í kring og stóð í bréfa- og skeytasambandi við Íra. Flest komst réttilega til skila í þessum sendingum nema það að séra Jón mun hafa beðið um að minnisvarðinn yrið í formi keltnesks steinkross. Þetta náðist víst ekki óbrenglað og í stað þess að keltneskur kross væri sendur hingað þá settu írsku steinsmiðirnir lítið plúsmeriki efst í horn áleturs-hliða steinsins og hafa sjálfsagt velt fyrir sér hví Íslendingar vildu ekki alveg eins hafa mínusmerki eða margföldunarmerki á þannig steini!

Þessi trausti írski steinn er með áletrun á gelísku eða írsku og íslensku og að minnsta kosti er íslenskan tilvitnun í hin fornu Hávamál (Óðins) þar sem segir: „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé farinn“ og er merkingin sú að aldrei er hægt að líta svo á að löng sé leiðin til vinar manns.

Staðsetning

Við Byggðasafnið í Görðum á túninu vestan við kirkjugarðinn