Systurnar sjö eftir Guðlaug Bjarnason

„Systurnar sjö“  er verk unnið úr járni og er það að finna inni við tjörnina í Garðalundi. Verkið er eftir Guðlaug Bjarnason (Gulla, f.1950) með ættir að rekja til Suðurlands. Haft er fyrir satt að nafn verksins vísi til birkihrísla í Þórsmörk með sama nafni og að það tengist ekki því að Guðlaugur átti – og á – sjö systur!

Listamaðurinn mun ekki vilja að verkið sé varið eða verndað gegn náttúruöflunum og væntir þess að það fá að forganga í íslenskri náttúru vorri.

Guðlaugur stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Íslands og þar hefur hann haldið fyrirlestra um vinnslu listaverka í margskonar formi. Hann nam einnig í Skotlandi og Þýskalandi.

Guðlaugur hefur haldið einkasýningar hérlendis og samsýningar utanlands og færði hann Listasafni Akraness – Akranesbæ, þetta verk árið 1994 í minnigu bróður síns Höskuldar Heiðars Bjarnasonar.

Staðsetning

Við tjörnina í Garðalundi.