Námskeið og viðburðir

Ævintýranámskeið

Akraneskirkja býður upp á ævintýranámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára.

Námskeiðið verður 29. júní- 3. júlí frá kl. 8.00-16.00. Umsjón með námskeiðinu hafa Þóra Björg prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og Ásta Jóhanna guðfræðinemi. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að umsjónarmenn taki þátt í dagskránni með börnunum og að dagskráin sé fjölbreytt og spennandi. Í lok námskeiðs fá allir þátttakendur verðlaun fyrir eitthvað sem þau er góð í og er foreldrum boðið á sérstaka verðlaunaafhendingu.

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, söng, sögustund, fjöri og útiveru.

Dæmi um ævintýri sem eru framundan á námskeiðinu:

  • Wipe- out braut
  • Ævintýraferð
  • Óhefðbundnar íþróttir
  • Náttfatapartý
  • Hæfileikasýning
  • Vatnsrennibraut
  • Pylsupartý
  • Leikir
  • Rugldagur

Skráning og verð

Skráning fer fram á www.akraneskirkja.is Verð fyrir námskeiðið er 10.500 kr.
Börnin koma með sitt eigið nesti fyrir hvern dag. Boðið verður upp á hafragraut í morgunmat og djús í síðdegishressingu.