Námskeið og viðburðir

Golfleikjanámskeið

Golfleikjanámskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (2010 til 2014). Markmið Golf leikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golf leikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum. 

Kennt verður á æfingasvæðum GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur. Mæting er fyrir utan púttflöt hjá  golfskála GL.

 • Hægt er að fá lánaðan búnað á meðan á námskeiðinu stendur. 
 • Allir sem ljúka námskeiðinu verða skráðir í GL þeim að kostnaðarlausu. 
 • Námskeiðunum lýkur með pylsuveislu og viðurkenningarskjali frá GL. 
 • Námskeiðið stendur yfir frá  kl. 9:00 -12:00 og koma börn með nesti með sér. 

Námskeið:

 • 1. námskeið 8. - 12. júní
 • 2. námskeið 15. - 19. júní  (4 dagar)
 • 3. námskeið 22. - 26. júní
 • 4. námskeið 29. júní - 3. júlí
 • Frí á golf leikjanámskeiðum 6. - 10. júlí
 • 5. námskeið 13. - 17. júlí
 • Frí á golf leikjanámskeiðum 20. júlí til 3. ágúst
 • 6. námskeið 4. - 7. ágúst (4 dagar)
 • 7. námskeið 10. - 14. ágúst

Gjaldskrá:

 • 4-5 daga námskeið 6.000 kr.
 • Greiða þarf áður en námskeið hefst.

Skráning

Skráning fer fram hér í Nóra en einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á leynir@leynir.is.

Skráning hefst 18. maí.

Golfklúbburinn Leynir - Garðavöllur
S: 431-2711
leynir@leynir.is