Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sumarnámskeið - Klúbbastarf Arnardals (12 - 15 ára)

Arnardalur – klúbbastarf
21.júní – 20.ágúst 2021

Félagsmiðstöðin Þorpið verður með opið klúbbastarf í sumar fyrir öll börn á aldrinum 12-15 ára.
Klúbbarnir eru starfrækir í frístundamiðstöðinni Þorpinu.
Boðið verður upp á þrjá klúbba í sumar. D&D-klúbb, Útivistarklúbb og Tómstundaklúbb.

Lögð er áhersla á virka þátttöku og lýðræði. Með því viljum við gefa þátttakendum tækifæri til þess að móta og skapa þau verkefni sem þau taka sér fyrir hendur.

Gert er ráð fyrir að hver klúbbur hittist einu sinni í viku og eru klúbbarnir alltaf eftir kl. 16:00 á virkum dögum eða um helgar. Allt eftir því hvað hentar þátttakendum.

Þátttaka er með öllu ókeypis.

D&D-klúbbur

D&D-klúbbur hentar þeim sem hafa áhuga á hlutverkaleikjum og borðspilum.
Munu þátttakendur skapa sinn eigin karakter og taka þátt í einum vinsælasta hlutverkaleik í heimi, Dungeons & Dragons.
Hentar bæði þeim sem eru vanir og byrjendum sem vilja læra.
Dungeon-Master er Guðjón Jósef Baldursson, frístundaleiðbeinandi í Þorpinu.

Útivistarklúbbur

Útivistarklúbbur hentar öllum þeim sem hafa gaman af útiveru og útivist. Nýtst verður við nánasta umhverfi Akraness ásamt því að fara mögulega í lengri dagsferðir. Dæmi um dagskrá eru göngur, hjólreiðar, sjósport og fjallgöngur ásamt því að fræðast um hvernig best er að undirbúa sig undir útivist.

Tómstundaklúbbur

Tómstundaklúbburinn er fullkominn fyrir þá sem vilja alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Hér er unnið út frá áhugasviðum þátttakenda og síðan er framkvæmdargleðin og skemmtunin sem tekur öll völd.
Hugmyndir að dagskrá er bakstur, myndbandsgerð, tónlist, góðgerðarmál, borðspil, íþróttir o.fl.

Skráning er hafinn hér