Leiklistarnámskeið hjá Sigrúnu Þorbergs

Markmið námskeiðsins er leikgleði, frumkvæði, samvinna og sköpun. Áherslan verður á leiki og ýmsar leiklistaræfingar og mikið lagt upp úr því að byggja upp traust á milli þátttakenda og hrista hópinn saman. Lokaafurð verður leikþáttur/þættir sem verða sýndir í upphafi írskra daga.

Tímasetning námskeiða er kl. 10:00-12:30 og fer það fram í gamla Landsbankahúsinu við Akratorg. 

  • Vikan  14. - 18.júní (frí á 17.júní)
  • Vikan 21. - 24.júní

Skráning og námskeiðsverð
Námskeiðið er fyrir ungmenni fædd 2005-2010. 
18.000 kr. fyrir fimm daga námskeið sem fer fram í Landsbankahúsinu við Akratorg.
Skráning og frekari upplýsingar í síma 894 1528  og á netfangið sigrunt73@gmail.com
Sigrún er menntaður kennari og hefur tekið ýmis námskeið í leiklist.