Námskeið og viðburðir

Ritsmiðja

Ritsmiðja 9.-12. júní 

Hefur þig einhvern tíma langað að skrifa sögu? Eða langar þig kannski frekar að ferðast aftur í tíma, bjarga kvíðnum krókódíl úr klípu eða finna upp nammiljósritunarvél? Allt þetta – og miklu fleira – er mögulegt þegar við höfum verkfærakistu rithöfundarins innan seilingar!

Á Bókasafni Akraness dagana 9.-12. júní milli kl. 9:30-12:00 verður boðið upp á námskeið í skapandi skrifum fyrir krakka á aldrinum 10 (fædd 2010) -14 ára.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sunna Dís Másdóttir, skáld og ritlistarleiðbeinandi. Sunna hefur áður stýrt ritsmiðjum fyrir fólk á ýmsum aldri og hefur sérlega gaman af því að finna upp og spinna nýjar sögur með ungum höfundum.

Skráning fer fram á Bókasafni Akraness og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15. Bókasafnið opnar kl. 9:00 fyrir þátttakendur alla námskeiðsdagana.