Námskeið og viðburðir

Útilífsnámskeið

Skátafélag Akraness mun bjóða upp á útilífsnámskeið í tvær vikur í ágúst.

Fyrra námskeiðið 4.-7. ágúst og seinna námskeiðið 10.-14. ágúst.

Markmið námskeiðanna er að kynna þátttakendum fyrir hinum ýmsu birtingarmyndum útilífs, læra að bjarga sér í náttúrunni, vinna í samneyti við aðra, reyna á útsjónarsemi og njóta gleðinnar.

Á námskeiðunum munu þátttakendur komast í snertingu við margvísleg ævintýri og njóta alls þess besta sem útilíf hefur upp á að bjóða.

Meðal viðfangsefna námskeiðanna verður t.d. klettaklifur, kajak siglingar, útieldun, sjósund, hjólaferðir, björgunarfærni, leikir og gögl-kennsla (sirkus kúnstir).

Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 9 – 12 ára (2008 – 2011).

Námskeiðin eru frá kl. 9:00 – 16:00.

Þátttakendur fá eina máltíð á dag (hádegis- eða síðdegis) sem elduð er af þátttakendum, annað nesti útvega þátttakendur sjálfir.

Námskeiðin eru samstarfsverkefni Skátafélags Akraness, Björgunarfélags Akraness og Þorpsins – frístundamiðstöðvar.

10% systkinaafsláttur

Skráning fer fram hér 

Allar nánari spurningar og ábendingar skulu berast Ívari Orra Kristjánssyni í tölvupósti eða í síma 433-1252.

Útilífsnámskeið 1

4.-7. ágúst (4 dagar + næturgisting)
Verð: 20.000
Innifalið: Öll dagskrá, ein máltíð á dag (hádegis- eða síðdegis), rúta til og frá Skorradal og gisting í eina nótt í Skátafelli, skála Skátafélagsins (6/8 – 7/8)
Allir þátttakendur fá sendar ítarlegar upplýsingar í lok júní.

Útilífsnámskeið 2

10.-14. ágúst (5 dagar)
Verð: 16.000
Innifalið: Öll dagskrá og ein máltíð á dag (hádegis- eða síðdegis)
Allir þátttakendur fá sendar ítarlegar upplýsingar í lok júní.