10 vettlingapör prjónuð í 10 vikna samkomubanni

Inga Guðjónsdóttir sjúkraliði og handverkskona með meiru, fann sér skemmtilegt verkefni, á meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir og allir voru meira og minna heima hjá sér.

Hún ákvað að prjóna 1 par af vettlingum á viku. Tók fram garn sem hún átti til heima, allt lopi og byrjaði að prjóna.
Vettlingarnir eru hennar eigin hugmynd og hönnun og eru engin pör eins.