Húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram annan sunnudag í aðventu, 8. desember, á Bókasafni Akraness. Lestur hefst klukkan 13.30 og stendur í tæpa þrjá tíma með hléi.
Það er Gunnar Björn Gunnarsson stjórnarformaður Gunnarsstofu á Skriðuklaustri og afkomandi Gunnars Gunnarssonar sem les.
Aðgangur ókeypis, eigum notalega stund á aðventunni.
Atugið!
Bókasafnið er eingöngu upið þeim sem koma til að hlýða á lesturinn.