Þjóðhátíðardagurinn á Akranesi

10:00-13:00 Þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu:
• Byggðasafnið í Görðum opið frá kl. 10:00-17:00, frítt inn
• Gamalt og gott myndefni í micro-bíósalnum
• Gestir í þjóðbúningi fá glaðning
• Útileikir á gamla mátan
• Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra teyma undir börnum milli kl. 12:00-13:00
• Andlitsmálun
• Blöðrur og annað 17. júní dót til sölu
13:00-14:00 Akraneskirkja, hátíðarguðsþjónusta
Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Nýstúdent frá FVA flytur ræðu.
14:00 Skrúðganga
Gengið verður frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut undir dynjandi takti trommusveitar tónlistarskólans. Gangan endar við Akratorg.
14:20-16:00 Dagskrá við Akratorg:
• Fánahylling í umsjón Skátafélags Akraness
• Ingibjörg Pálmadóttir flytur hátíðarræðu
• Sýning Klifurfélags ÍA utan á Suðurgötu 57 (gamla Landsbankahúsið)
• Ávarp fjallkonu
• Kór Akraneskirkju leiðir þjóðsönginn og flytur ættjarðarlög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar
• Bæjarlistamaður Akraness 2019 heiðraður
• Ronja ræningjadóttir kíkir í heimsókn
• Sungið Hæ hó jibbý jeij undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur
• Dansatriði frá Dansstúdíó Írisar
• Dagskrá lýkur með stórstjörnunni Páli Óskari Hjálmtýssyni
• Lýðveldiskaka í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins
• Blöðrur og annað 17. júní dót til sölu
14:00-17:00 Safnaðarheimilið Vinaminni – Hátíðarkaffisala
Kaffisala kirkjunefndar Akraneskirkju. Verð kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 6-14 ára.
Frítt fyrir 6 ára og yngri. Athugið að enginn posi verður á svæðinu.
14:00-18:00 Merkurtún - Hoppukastalar fyrir börnin