Barnamenningarhátíð Vesturlands á Akranesi

Akraneskaupstaður í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir barnamenningarhátíð fyrir börn og ungmenni á Akranesi dagana 28-30.apríl. 

Markmið Barnamenningarhátíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni hér á Akranesi. Þátttaka barna og ungmenna er uppistaða hátíðarinnar.  Menningarstarf er stór þáttur í uppeldi og kennslu barna og skiptir því jafnræði máli og að börn geti verið þátttakendur í hinni ýmsu menningarstarfsemi. Hátíðin á að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta listar,menningar og íþrótta.

Áhugasamir sem vilja taka þátt og/eða standa fyrir viðburði geta haft samband á mannlif@akranes.is 

Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt fljótlega.