Fab Lab fjölskyldusmiðja!

Hvað er Fab Lab spyrðu? Það er einfalt! Fab Lab er stafræn smiðja þar sem hægt er að búa til (næstum) hvað sem er. Hér er hægt að hugsa, skoða og skapa á nýjan hátt. Fab Lab smiðjan er opin öllum og er sérhæfð kunnátta óþörf áður en mætt er á svæðið!

Við hvetjum fjölskyldur til þess að líta við og skapa saman.

Smiðjan verður tvo daga, þann 23. maí og 29. maí - Opið verður milli 15:00-19:00 og frítt inn.

Jens Davíð Robertsson verður smiðjustjóri en hann er forstöðumaður Fab Lab Vesturlands.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.