Fjölskyldu skrímslasmiðja

Hvað er betra en skapandi gæðastund með fjölskyldu og vinum? 

Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður í boði opin fjölskyldu skrímslasmiðja í Þorpinu. Hægt verður að föndra sitt eigið skrímsli og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala! Skemmtileg fjölskyldustund.

Smiðjustýra er Heiða Lind Sigurðardóttir Myndmennta og textíl kennari, henni til aðstoðar eru þau Birkir Hrafn Bjarnason sem var að verða 16 ára og Guðrún Filippía Gísladóttir sem er nýorðin 17 ára.

Frítt inn og öll velkomin.

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.