Hátíðarkaffihlaðborð á 17. júní

Kirkjunefnd Akraneskirkju stendur fyrir sínu víðfræga kökuhlaðborði á 17. júní

Eins og undanfarin ár stendur Kirkjunefnd Akraneskirkju fyrir hátíðarkökuhlaðborði á 17. júní. 

Hlaðborðið er ávallt hlaðið hinum fínustu köku- og brauðréttum og er stærsti viðburður Kirkjunefndar ár hvert. 

Allur ágóði af hlaðborðinu rennur til góðra málefna, en allur bakstur og vinna við hlaðborðið er unnið í sjálfboðavinnu.