Hellisbúinn í Tónbergi

Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1.000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1.000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann. Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp.

Miðaverð 4.000 ÍSK, miðar fást í Hár-Stúdíó Stillholti 16-18. Ágóðinn er til styrktar æfingarferðar 7.-9. flokks Körfuknattleiksfélags ÍA til Spánar sumarið 2019.