Írska hjartað

Írskir dagar – bæjarhátíð Akurnesinga nálgast óðum.
 
Í ár bætist Írska hjartað við Írska daga.
 
Írska hjartað eru tónleikar þar sem tónlistarfólk frá Akranesi flytur írska tónlist frá ýmsum tímum, en Írska hjartað er akkúrat það sem mörgum Akurnesingum hefur þótt vanta í Írska daga. Dætur og synir Akraness koma með írska hjartað á Írska daga í fyrsta sinn miðvikudaginn 3. Júlí 2024 og ætla að bjóða upp á góða kvöldstund með söng og sögum í Bíóhöllinni okkar frábæru.
 
Á efnisskránni eru írsk þjóðlög í bland við nýrri tónlist eftir Sinéad O´Connor, Damien Rice, U2, og The Pogues svo dæmi séu tekin.
Ólafur Páll Gunnarsson tengir músíkina saman með sögum af lögum, stöðum og fólki.
 
Hljómsveit Írska hjartans skipa:
Flosi Einarsson – hljómsveitarstjórn, píanó og hljómborð
Skúli Ragnar Skúlason – fiðla
Eðvarð Lárusson - strengjahljóðfæri
Birgir Baldursson – slagverk
Rut Berg Guðmundsdóttir – dragspil
Saidhbhe Emily Canning – tinflauta
Ólafur Páll Gunnarsson – gítar
Söngvarar:
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Gestsdóttir
Ylfa Flosadóttir
Rakel Pálsdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Saidhbhe Emily Canning
Björgvin Þór þórarinsson
Jónína Björg Magnúsdóttir
Gísli Gíslason
 
Sérstakur gestur Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir sem er að koma fram eftir langt hlé 😊
 
HEIMA-SKAGI og Söngdætur Akraness standa saman að Írska hjartanu.