Keyrum írska daga í gang
Þurrkið af mælaborðinu, spennið beltin og hafið olíutankinn fullan; Við ætlum á rúntinn.
Írskum dögum verður þjófstartað með rúnti þriðjudagskvöldið 2.júlí.
Pepsi Max styrkir viðburðinn og verður drykkur í boði fyrir öll sem mæta á rúntinn.
Rúntstjórar í ár eru Alexander Aron Guðjónsson og Hjördís Brynjarsdóttir sem munu setja fyrsta bílinn í gír og hefja rúntinn.
Rúntarar eru hvattir til að deila stemningu úr bílunum á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #maxaðuruntinn