Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá - Kvennahlaup ÍSÍ á Akranesi 15. júní
Hlaupið frá Akratorgi kl. 11:00

Vegalengdir í boði: 2 km. og 5 km.
Forsala í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum og á Akratorgi að morgni hlaupadags.
Þátttökugjald:
12 ára og yngri: 1000 kr.
13 ára og eldri: 2000 kr.

DAGSKRÁ
10:45 Upphitun: Anna Sólveig Smáradóttir
11:00 Kvennahlaupið ræst: Valdís Þóra Jónsdóttir, Íþróttamaður Akraness

Við komu í mark fá allir sem eru í kvennahlaupsbol, verðlaunapening og glaðning frá ÍSÍ.
Nöfn skráðra þátttakenda fara í pott og verður dregið um glæsilega vinninga að hlaupi loknu.
Boðið uppá ávexti og vatn við endamark.
Frítt í sund á Jaðarsbökkum fyrir þá sem mæta í kvennahlaupsbol kl. 12 - 14.
Sýnum samstöðu og tökum þátt!