litla skrímsli og stóra skrímsli heimsækja Frístund!

Rithöfundurinn og listakonan Áslaug Jónsdóttir heimsækir Brekkusel og Grundasel dagana 24 maí og 28 maí í tilefni af barnamenningarhátíð.

Áslaug er höfundur hinna frábæru  og sívinsælu barnabóka um litla skrímsli og stóra skrímsli og mun hún í heimsókn þessari lesa upp úr bókunum ásamt því að bjóða krökkunum að kynnast klippimyndaheiminum í stórskemmtilegri skrímslasmiðju. 

Þess má geta að smiðjan er opin öllum börnum í 1-2 bekk Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, ekki einungis þeim sem skráð eru í frístund. Við óskum þó eftir því að foreldrar láti vinsamlegast vita ef börnin þeirra eru ekki skráð í frístund en gætu hugsað sér að mæta í þessa skemmtilegu smiðju, svo hægt sé að bæta við auka starfskrafti. 

Heimsókn í Grundasel: Föstudaginn 24 maí klukkan 13:30-15:30 / fristund@grundaskoli.is

Heimsókn í Brekkusel: Þriðjudaginn 28 maí klukkan 13:30-15:30 / fristund@brak.is

Barnamenningarhátíð er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.