María Drottning Dýrðar

María drottning dýrðar er tónleikadagskrá helguð íslenskri tónlist við Maríuvers og bænir. Íslensk tónskáld hafa í gegnum aldirnar sótt innblástur í Maríuversin og gera enn í dag. Á tónleikunum munum við rekja okkur í gegnum síðustu 100 ár í íslenskri tónlistarsögu og færa ykkur rjómann af Maríutónlist þess tímabils með tónskáld á borð við Atla Heimi Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson og Sigurð Flosason innanborðs.
Tónleikarnir eru styrktir af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Miðaverð kr 3500 við innganginn og á tix.is