Tónlistarskólinn á Akranesi býður gestum og gangandi á opinn dag í skólanum.
Viðburðurinn hefst á stuttri dagskrá í anddyri skólans þar sem nemendur skiptast á að spila fyrir gesti og gangandi, þá taka við kynningar inni í stofunum, þar sem hægt verður að prófa á hljóðfæri og spjalla við kennarana um námið.