Atvinnuleikhópurinn Umskiptingar láta sjá sig á Barnamenningarhátíð á Akranesi þann 25. maí.
Umskiptingar bjóða ykkur velkomin í undraheim Töfrabókanna. Þegar bókin er opnuð birtist heillandi heimur og sagan lifnar við. Töfrabækurnar er brúðuleikhús fyrir yngstu kynslóðina.
Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar?
Ekki láta þessa frábæru sýningu framhjá ykkur fara - Takmarkað pláss en tvær sýningar í boði!
10:00-10:45 (örfáir miðar eftir) og 12:00-12:45 (Nóg pláss) // Sýningin verður sýnd í stóra salnum á Garðaseli og sitja börnin á gólfinu.
Fyllið út þetta form og tryggið ykkur miða.
Hlökkum til að sjá ykkur og góða skemmtun!
Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.