Skrímslaganga

Við hvetjum öll til að föndra skrímsli eða skella sínum besta skrímsla bangsa útí glugga og hjálpa okkur þannig að fylla bæinn að skrímslum í tilefni af Barnamenningarhátíð. En þema hátíðarinnar í ár er einmitt Skrímsli!

Það gerir göngutúrana um bæinn extra skemmtilega að sjá glitta í skrímsli í gluggum heimilanna. Börnin geta þá talið skrímslin og valið sitt uppáhalds.

Gerum þetta saman! Hér eru skemmtilegar skrímslahugmyndir á Pinterest.