Útileikir barna í 100 ár - Byggðasafnið

Barnamenningarhátíð er haldin 23. - 31. maí á Akranesi.

Dagskrá Byggðasafnsins þessa daga verður svo hljóðandi:

Opið er alla dagana frá kl. 11 – 17. Frítt verður inn í safnið 24, 25. Og 26. maí.

Til sýnis verður heimildarmyndin Útileikir barna í 100 ár í bíósal safnsins klukkan 13:00 og 15:00 alla daga meðan hátíðinni stendur.

Lengd myndarinnar: 33 mínútur

Smá upplýsingar um myndina: 

Heimildamyndin Útileikir barna í 100 ár er viðtalsmynd frá árinu 2018, þar sem viðmælendur á öllum aldri rifja upp útileiki sem þau léku í æsku. Myndin var gerð af Heiðari Mar Björnssyni í samstarfi við Byggðasafnið, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Verkefnið hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og afmælisnefnd sem sett var saman vegna þeirra tímamóta að 100 ár voru liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi.

Myndin miðlar ómetanlegum heimildum um liðna tíma til komandi kynslóða. Í myndinni lýsa viðmælendur meðal annars vel leikjum barna snemma á 20. öldinni, sem sumir hverjir þekkjast lítið í dag.