Áhugaverðir staðir að heimsækja

Bókasafn Akraness // Akranes Library

Velkomin á Bókasafn Akraness (English below)

Bókasafn Akraness var stofnað 6. nóvember 1864, upphaflega sem lestrarfélag. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í verslunarmiðstöð að Dalbraut 1 og deilir húsnæði með Héraðsskjalasafni Akraness og þ.m.t. Ljósmyndasafni Akraness. Á safninu má nálgast fjölmargar bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í safninu er þráðlaust net fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á vefnum. Á safninu er hægt að fá aðgang að netkaffitölvu og prentara. Auk þess er hægt að lesa dagblöðin, héraðsblöðin á Vesturlandi og nýjustu eintök keyptra tímarita, flest íslensk. Barnadeild safnsins er notalegur og vinsæll staður fyrir barnafjölskyldur að heimsækja. Bókasafnið hefur eignast tvö merk einkasöfn, Haraldssafn og Björnssafn en þar er að finna mörg fágæt rit. Í safninu er námsverið Svöfusalur og er hægt að fá aðgangskort að salnum til notkunar utan hefðbundins afgeiðslutíma.

Á safninu má gjarnan sjá fjölbreyttar sýningar m.a. frá listamönnum af svæðinu, frá skólum bæjarins og ýmislegt annað. Þeir sem hafa áhuga á að sýna í húsnæði safnsins eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn safnsins. Einnig er safnið opið fyrir ýmsa aðra viðburði svo sem rithöfundakvöld, tónleika og fleira.

Opnunartímar:
Mán - Fös: 10:00 - 18:00
Laugardaga (okt - apr): 11:00 - 14:00

Staðsetning: Dalbraut 1, 300 Akranes
Sími: 433 1200
Netfang: bokasafn@akranessofn.is
Heimasíða: Bókasafn Akraness
Facebook: Bókasafn Akraness


Welcome to Akranes Library

Akranes Library was founded on the 6th of November 1864, originally as a book club. The library has wonderful facilities at Dalbraut 1 and shares its space with Akranes' district archives and the photograph archive. The library has a wide range of books, magazines,  CDs, videos and other media. The library has wi-fi for those who bring their own devices but also provides computers and printers. The children's section is a cosy, popular place for families to visit. The library has two private collections; Haraldssafn and Björnssafn. The library also has a space where members can get a special entry card for use outside of normal opening hours.

Akranes Library hosts a diverse range of art exhibitions from local artists, local schools and more. Those interested in showing their art are asked to contact the library directly. The library also hosts other events such as meet the author nights, concerts and more.

Opening hours:
Mon- Fri: 10:00 - 18:00
Saturday (Oct - Apr): 11:00 - 14:00

Location: Dalbraut 1, 300 Akranes
Tel: +354 433 1200
Email: bokasafn@akranessofn.is
Website: Akranes Library
F
acebook: Akranes Library