Áhugaverðir staðir að heimsækja

Garðalundur // Garðalundur Park

Velkomin í Garðalund (English below)

Í Garðalundi er gott að koma saman. Garðalundur er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Í Garðalundi er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru þó hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna. Í Garðalundi er að finna ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöll og sparkvelli. Einnig er þar grillskáli sem gestum er frjálst að nota.


Garðalundur Park

Garðalundur Park is the perfect place to get together with friends and family. The park is located near the Akranes Folk Museum and beside the golf range. Garðalundur Park boasts diverse plant life and many different types of trees, of which some are nearly 60 years old and provide shelter from the wind. There are also some beautiful ponds in the park where guests can fish for síli (laga), see the ducks and birds, and even skate over the ponds in the winter. The park also has many different activities for children such as a sandbox, volleyball, football and more. Additionally, the park has a public grill.