Áhugaverðir staðir að heimsækja

Langisandur // Langisandur Beach

Velkomin á Langasand (English below)

Langisandur er um eins kílómetra löng strandlengja og hefur í gegnum tíðina gegnt miklu hlutverki í daglegu lífi bæjarbúa sem fjölbreytt útivistarsvæði. Göngu- og hjólastígur liggur meðfram Langasandi og er góð tenging milli bæjarhluta.  Á Sólmundarhöfða er óheft útsýni yfir Faxaflóa og þar má finna sögulegar minjar. Langisandur og Sólmundarhöfði eru í hverfisvernd vegna sérstöðu sinnar, landslags, náttúrufars og auðugs fuglalífs og hafa mikið útivistargildi. Aðgengi að Langasandi er á fjórum stöðum. Útisturta er á Langasandi og er hún opin yfir sumartímann. Salernisaðstaða er á tveimur stöðum, ofan við útisturtuna og í Akraneshöll.


Welcome to Langisandur Beach

Langisandur is a 1km long beach that is very popular with the locals in Akranes for outdoor activities. Parallel to the beach is a walking and cycling path which connects one end of town to the other. At the south end of the beach is Sólmundarhöfði which boasts unobstructed views of the Faxaflói bay and Reykjavik, historical monuments can also be found nearby.